§1 Nafn safnaðarins
1. Söfnuðurinn heitir íslenski söfnuðurinn í Danmörku.
2. Söfnuðurinn hefur aðsetur á Østervoldgade 12 í Kaupmannahöfn
§2 Félagsaðild
1. Íslendingar sem eru með skráð lögheimili í Danmörku og greiða kirkjuskatt til danska ríkisins.
§3 Tilgangur safnaðarins
1. Tilgangur safnaðarins er að vera vettvangur kirkjulegrar þjónustu og boðunar meðal Íslendinga í Danmörku.
2. Söfnuðurinn byggir á grundvelli Heilagrar ritningar og Játningarritum evangelisk lúterskrar kirkju.
§4 Aðalfundur
Aðalfund skal halda eigi síðar en 31. október ár hvert og telst hann löglegur ef til hans er boðað með minnst 2 vikna fyrirvara með sannanlegum hætti á vefmiðlum safnaðarins.
Fundarstjóra má ekki velja úr hópi safnaðarnefndar.
Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála. Ef ekki næst meirihluti atkvæða ræður atkvæði formanns.
Reikningar skulu vera aðgengilegir safnaðarnefnd til athugunar eigi síðar en 30. september ár hvert.
Tillögur sem óskast ræddar á aðalfundi skal afhenda eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Tillögur til lagabreytinga skal afhenda eigi síðar en 1 mánuði fyrir aðalfund.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrslur formanns og prests um liðið starfsár
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Drög að fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram til umræðu
5. Lagabreytingar
6. Kosning safnaðarnefndar sbr. §5 laga safnaðarins
7. Kosning eins skoðunarmanns og eins til vara
8. Önnur mál
§5 Stjórn safnaðarnefndar
1. 5-7 manna safaðarnefnd skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn.
2. Formann nefndarinnar skal kjósa sérstaklega á aðalfundi.
3. Á stjórnarfundi gildir einfaldur meirihluti atkvæða. Ef ekki næst meirihluti atkvæða ræður atkvæði formanns.
4. Nefndin skiptir með sér verkum varaformanns, gjaldkera, og ritara á fyrsta fundi eftir hvern aðalfund.
5. Formaður og gjaldkeri hafa heimild til að skuldbinda söfnuðinn.
6. Safnaðarnefnd er heimilt að velja nýjan nefndarmann án kosningar, verði brottfall úr nefndinni á kjörtímabilinu.
§6 Fjármál og reikningar
1. Reikningsár safnaðarins er frá 1. ágúst til 31. júlí næsta ár.
2. Gjaldkeri ber ábyrgð á reikningum safnaðarins.
3. Verklagsreglur um greiðslur reikninga skulu settar af stjórn safnaðarins.
4. Endurskoðaðir reikningar sóknarnefndarinnar skulu bornir fram til samþykktar á aðalfundi.
5. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skal samþykkja fjárhagsáætlun komandi árs.
§7 Ráðning prests
1. Prestur skal ráðinn samkvæmt íslenskum lögum sem gilda þar um. Formaður safnaðarnefndar er fulltrúi safnaðarnefndarinnar við ráðninguna. Ef formaður telst vanhæfur er valinn annar safnaðarnefndarfulltrúi til að gegna hlutverki formanns við ráðninguna.
§8 Lagabreytingar
1. Þær lagabreytingar eru gildar sem kynntar hafa verið í fundarboði til aðalfundar og 2/3 fundarmanna samþykkja á aðalfundi.
Verði ágreiningur um túlkun laga þessara, skal þeim ágreiningi vísað til Biskups Íslands.
Kaupmannahöfn 25.október 2020