Krakkakirkjan - Sunnudagaskólinn okkar á laugardögum

Krakkakirkjan er "sunnudagaskólinn" okkar, en af því við höldum hann annan hvern laugardag (í sléttum vikum), þá köllum við það krakkakirkjuna, svo að enginn ruglist á dögum.


Í krakkakirkjunni er boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem hentar börnum á öllum aldri og við leggjum mikla áherslu á söng, leik og gleði í starfi.


Eftir stundirnar er boðið upp á kaffi, djús og kex eða köku og foreldrum gefst færi á að spjalla á meðan börnin lita og leika sér.


Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst: sunnudagaskoli@kirkjan.dk.


Við hlökkum til að sjá ykkur!


Fermingarfræðsla


Hafðu samband við prestinn okkar til að fá nánari upplýsingar en hér að neðan eru helstu atriði:


Skráning í fermingarfræðslu íslenskra barna í Danmörku er hafin fyrir næsta vetur.


Í stórum dráttum er fermingarfræðslan fjórskipt:


  • Fermingarbarnamót á Åh Stiftsgård í Svíþjóð að hausti og vori. Þar fer fram kennsla og börnin njóta útiveru og góðrar samveru.
  • Heimaverkefni sem fermingarbörnin leysa og senda niðurstöður í tölvupósti til prestsins.
  • Þátttaka í guðþjónustum í íslenskum og/eða í dönskum kirkjum
  • Fermingafræðslutímar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.


Fermingarmótin á Åh stiftsgård eru mikilvægur upphafs- og lokaþáttur fermingarfræðslunnar. Þau eru haldin í október- og maímánuði. Þar gefst börnunum gott tækifæri til að kynnast og hafa kennslutíma.


Verkefnin leysa börnin með aðstoð kennslubókarinnar „CON DIOS" (þýðir: Með Guði) og Nýja testamentisins. Gídeonfélagið á Íslandi gefur börnunum Nýja testamentið.


Skráningu og umsjón með fermingarfræðslunni í Danmörku hefur sr. Sigfús Kristjánsson prestur (Sími 33 18 10 56). Vinsamlegast sendið ósk um að fá skráningarblað á prestur@kirkjan.dk

Upplýsingar eru einnig veittar af Lárusi Guðmundssyni fararstjóra frá Kaupmannahöfn, (larus@brostu.dk, sími 22 13 18 10) og Láru L. Magnúsdóttur (laralillmag@gmail.com) fararstjóra frá Árósum.

Guðsþjónustur


Guðþjónustur Íslenska Safnaðarins eru haldnar í Esaja Kirkju.


Esaja kirkja er við Malmøgade 14 og næsta lestarstöð er Østerport. Hægt er að lesa meira á heimasíðu kirkjunnar https://www.esajaskirke.dk/


Okkar dagskrá í Esaja kirkju:

Guðsþjónusta, sunnudaginn 24. september 2023 kl. 13.
Guðsþjónusta, sunnudaginn 29. október 2023 kl. 13.
Guðsþjónusta, sunnudaginn 26. nóvember 2023 kl. 13.
Hátíðarguðsþjónusta á öðrum degi jóla, þriðjudaginn 26. desember 2023 kl. 13.
Guðsþjónusta, sunnudaginn 28. janúar 2024 kl. 13.
Guðsþjónusta, sunnudaginn 25. febrúar 2024 kl. 13.
Guðsþjónusta, sunnudaginn 1. apríl 2024 kl. 13.
Guðsþjónusta, mánudaginn 20. maí 2024 kl. 13.