Íslenski söfnuðurinn í Danmörku


Íslenski söfnuðurinn í Danmörku er starfræktur til að halda tengslum Íslendinga við Ísenska kirkjumenningu.


Íslenski Söfnuðurinn í Danmörku er starfræktur til að halda tengslum Íslendinga við Íslenska kirkjumenningu. Þetta er gert með því að hafa Guðþjónustur, Sunnudagaskóla og Fermingafræðslu.


Íslenska Þjóðkirkjan er evangelísk-lúthersk kirkja. Hún er frjálst og sjálfstætt trúfélag sem starfar um allt land og ásamt því að starfandi eru söfnuðir í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og London. Allir landsmenn geta tilheyrt henni. Þjóðkirkjan er opin öllum, allir eiga aðgang að þjónustu hennar og eru ekki krafðir um trúarafstöðu.

Íslenski Söfnuðurinn í Danmörku leitast við að viðhalda tengingu Íslendinga við Íslenska menningu með því að standa fyrir reglulegum Guðsþjónustum, vera með sunnudagaskóla í Jónshúsi ásamt því að vera með fermingafræðslu í samstarfi við söfnuðina í Svíþjóð og Noregi.

Safnaðarnefnd


Safnaðarnefnd er kosin á aðalfundi safnaðarins á ári hverju. Í núverandi safnaðarnefnd eru eftirfarandi og hafa skipt með sér verkum:


  • Vera Guðmundsdóttir, formaður, formadur hjá kirkjan.dk
  • Bryndís Eva Erlingsdóttir, varaformaður, varaformadur hjá kirkjan.dk
  • Tinna Magnúsdóttir, ritari, ritari hjá kirkjan.dk
  • Lárus F. Guðmundsson, gjaldkeri, gjaldkeri hjá kirkjan.dk
  • Guðrún Eydís Eyjólfsdóttir, meðstjórnandi, meðstjornendur hjá kirkjan.dk


Við fögnum því ef einhver vill vera með, að halda utan um starfið með okkur og því hvetjum þig til að hafa samband.


Safnaðarnefndin hittist í Jónshúsi einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.


Hægt er að hafa samband við einstaka nefndarmenn eða nefndina með pósti á netfangið kirkjan hjá kirkjan.dk