Aðalfundur íslenska safnaðarins í Danmörku

Aðalfundur íslenska safnaðarins í Danmörku verður haldinn í Jónshúsi þriðjudaginn 8. október kl. 18 2024.
Dagskrá:

– Kosning fundarstjóra og fundarritara
– Skýrslur formanns og prests um liðið starfsár
– Reikningar lagðir fram til samþykktar
– Drög að fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram til umræðu
– Lagabreytingar
– Kosning safnaðarnefndar sbr. §5 laga safnaðarins
– Kosning eins skoðunarmanns og eins til vara
– Önnur mál

Lög safnaðarins má finna á vef kirkjunnar www.kirkjan.dk
Um okkur:
Íslenski Söfnuðurinn í Danmörku er starfræktur til að halda tengslum Íslendinga við íslenska kirkjumenningu.
Þetta er gert með því að bjóða upp á Guðsþjónustur, Krakkakirkju (Sunnudagaskóla) og Fermingafræðslu.
Nýjir meðlimir eru velkomnir í nefndina (meðstjórnendur).
Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast skemmtilegu og fjölbreyttu starfi kirkjunnar í Danmörku.
Þar að auki erum við í samstarfi með íslensku söfnuðunum bæði í Svíþjóð og Noregi.
Við fundum mánaðarlega yfir vetrartímann, ýmist í Sendiráðinu, Jónshúsi eða á netinu.
Endilega hafið samband og heyrið meira.
Boðið verður upp á pizzu og gos.
Verið öll velkomin!