Íslenski Söfnuðurinn      í Kaupmannahöfn

 

Guðsþjónustur 

 

Guðsþjónustur á haustmisseri 2019:


Aðventuhátíð safnaðarins verður haldin hátíðleg á 2. sunnudegi í aðventu, þann 8. desember kl. 14:00 í Skt. Pauls kirkju. Barnakórinn í Kaupmannahöfn syngur og flytur helgileik. Hafnarbræður syngja undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur, sem einnig er stjórnandi barnakórsins. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur heimsækir okkur og flytur hugleiðingu. Að helgistund lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði í Húsi Jóns Sigurðssonar.


Hátíðarguðsþjónusta verður haldin þann 26. desember kl. 14:00 í Skt. Pauls kirkju. Prestur er sr. Ágúst Einarsson og organisti er Stefán Arason. Jólakórinn syngur undir stjórn Maríu Aspar Ómarsdóttur og Finns Karlssonar.


Guðsþjónustur á vormisseri 2020:


Guðsþjónusta verður haldin þann 2. febrúar kl. 14:00 í Skt. Pauls kirkju.


Fjölskylduguðsþjónusta verður haldin þann 8. mars kl. 14:00 í Skt. Pauls kirkju.


Hátíðarguðsþjónusta verður haldin annan páskadag, mánudaginn 13. apríl kl. 14:00 í Skt. Pauls kirkju.


Hátíðarguðsþjónusta með fermingu verður haldin á hvítasunnudag, sunnudaginn 31. maí kl. 14:00 í Skt. Pauls kirkju.


Skt. Pauls kirkja er staðsett á Sankt Pauls Plads, Gernersgade 33, 1319 København og er í göngufæri við Jónshús í Kaupmannahöfn.

 

Það er velkomið að hafa skírn í guðsþjónustunum en einnig má óska eftir sérathöfnum.

 

Við hvetjum Íslendinga í Danmörku til að taka þátt.

 

 

Aðrir starfsþættir íslenska safnaðarins

Íslensk börn búsett í Danmörku eiga kost á að taka þátt í Sunnudagskólanum. Viltu nánari upplýsingar? Endilega hafðu samband: sunnudagaskoli@kirkjan.dk

Íslendingar í Danmörku eiga kost á hjónavígslu og skírn, framkvæmd af íslenskum presti.

Fyrirspurnir eru velkomnar: prestur@kirkjan.dk

Hefurðu þörf fyrir að tala við prest? Þér stendur almenn prestþjónusta til boða.

Hafðu samband: prestur@kirkjan.dk

Sími: 33 18 10 56

Íslenski presturinn

Ágúst Einarsson er prestur Íslendinga í Danmörku ásamt því að vera prestur Íslendinga í Svíþjóð og hafa það hlutverk að aðstoða sjúklinga sem koma til Sahlgrenska sjúkrahússins á vegum Sjúkratrygginga Íslands.

Ágúst er búsettur í Gautaborg og kemur að jafnaði fjórum sinnum í mánuði til Kaupmannahafnar til að sinna helgihaldi, fræðslu og samtölum.

Íslendingum í Danmörku er velkomið að hafa samband við hann, netfangið er prestur@kirkjan.dk og sími 33 18 10 56. Íslenskur sími: 545 7726


         Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk  • kirkjan@kirkjan.dk