Prestur íslenska safnaðarins í Danmörku er sr. Sigfús Kristjánsson.
Skrifstofa prestsins er í sendiráði Íslands við Strandgade 89 Kaupmannahöfn.
Prestur safnaðarins sér um helgihald og fræðslustarf safnaðarins. Hægt er að leita til hans með allar kirkulegar athafnir. Presturinn sinnir einnig sálgæslu. Hægt er að senda presti safnaðarins skilaboð í netfangið prestur@kirkjan.dk eða hringja í 33 18 10 56.
Sigfús Kristjánsson lauk Guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2001 og vígðist árið eftir til Hjallakirkju í Kópavogi. Eftir 15 ár sem fyrst prestur og svo sóknarprestur í Hjallakirkju tók Sigfús við starfi sviðsstjóra á Fræðslu og kærleiksþjónustusviði biskupsstofu.
Sigfús hóf störf sem Sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn 1. Ágúst 2020.
Þar að auki hefur séra Sigfús lokið MA prófi í praktískri guðfræði/sálgæslu árið 2012. Auk annarra áðurnefndra starfa hefur hann unnið við Sorgarmiðstöðina, fyrir Skátahreyfinguna , Landspítalann og ýmiss störf fyrir Þjóðkirkjuna á Íslandi.