Prestur íslenska safnaðarins í Danmörku er sr. Sigfús Kristjánsson.

Skrifstofa prestsins er í sendiráði Íslands við Strandgade 89 Kaupmannahöfn.

Prestur safnaðarins sér um helgihald og fræðslustarf safnaðarins. Hægt er að leita til hans með allar kirkulegar athafnir.  Presturinn sinnir einnig sálgæslu. Hægt er að senda presti safnaðarins skilaboð í netfangið prestur@kirkjan.dk eða hringja í 33 18 10 56.

Sigfús Kristjánsson lauk Guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2001 og vígðist árið eftir til Hjallakirkju í Kópavogi. Eftir 15 ár sem fyrst prestur og svo sóknarprestur í Hjallakirkju tók Sigfús við starfi sviðsstjóra á Fræðslu og kærleiksþjónustusviði biskupsstofu. 

Sigfús hóf störf sem Sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn 1. Ágúst 2020.

Þar að auki hefur séra Sigfús lokið MA prófi í praktískri guðfræði/sálgæslu árið 2012. Auk annarra áðurnefndra starfa hefur hann unnið við Sorgarmiðstöðina, fyrir Skátahreyfinguna , Landspítalann og ýmiss störf fyrir Þjóðkirkjuna á Íslandi.

Our History

Saga safnaðarins

Íslenski Söfnuðurinn í Danmörku er starfræktur til að halda tengslum Íslendinga við Íslenska kirkjumenningu. Þetta er gert með því að hafa Guðþjónustur, Krakkakirkju (Sunnudagaskóla) og Fermingarfræðslu.

Íslenska Þjóðkirkjan er evangelísk-lúthersk kirkja. Hún er frjálst og sjálfstætt trúfélag sem starfar um allt land og ásamt því að starfandi eru söfnuðir í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og London. Allir landsmenn geta tilheyrt henni. Þjóðkirkjan er opin öllum, allir eiga aðgang að þjónustu hennar og eru ekki krafðir um trúarafstöðu.

Íslenski Söfnuðurinn í Danmörku leitast við að viðhalda tengingu Íslendinga við íslenska menningu með því að standa fyrir reglulegum Guðsþjónustum, vera með Krakkakirkju í Jónshúsi ásamt því að vera með fermingafræðslu í samstarfi við íslensku söfnuðina í Svíþjóð og Noregi.

  • Sigfús hóf störf sem sendiráðsprestur.

  • Íslenski söfnuðurinn í Danmörku stofnaður.

Safnaðarnefndin

Vera Guðmundsdóttir

Formaður

Bryndís Eva Erlingsdóttir

Varaformaður

Tinna Magnúsdóttir

Gjaldkeri

Guðrún Eydís Eyjólfsdóttir

Ritari

Arndís Friðriksdóttir

Meðstjórnandi

Staðsetning

Hafa samband

icon

Íslenski söfnuðurinn í Danmörku

Øster Voldgade 12, 1350 København

Samfélagsmiðlar