
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta
Á sumardaginn fyrsta hlaut Íslenski söfnuðurinn í Danmörku verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta, afhent af forseta Alþingis, Þórunni Sveinbjarnardóttur, í Jónshúsi. Þessi viðurkenning er okkur mikill heiður og staðfesting á öflugu og ómetanlegu starfi sem söfnuðurinn hefur unnið í gegnum árin. Frá stofnun safnaðarins árið 1979 höfum við unnið ötullega að því að byggja upp samfélag