Íslenski Söfnuðurinn      í Kaupmannahöfn

 

Tilkynning frá íslenska söfnuðinum í Danmörku vegna COVID-19

 


Kæru vinir,

 

Söfnuðurinn virðir leiðbeiningar yfirvalda í tengslum við að fyrirbyggja frekari smit af COVID-19 eða coronaveirunnar. Þess vegna er öllum samkomum safnaðarins sem áttu að fara fram næstu 2 vikurnar aflýst. Í framhaldi af því munum við áfram fylgja leiðbeiningum yfirvalda er varðar samkomur og mannamót.

 

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum.

 

Með kærleikskveðju,

 

Safnaðarnefnd íslenska safnaðarins í Danmörku


Guðsþjónustur

 

Næsta guðsþjónusta er áætluð annan í páskum, þann 13. apríl og verður auglýst þegar samkomubanni verður aflétt.


Verið velkomin!

 

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólanum er frestað á meðan samkomubannið stendur á.

 

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslunni er frestað á meðan skólahald liggur niðri.

Prestur Íslendinga


Prestur Íslendinga í Danmörku er sr. Ágúst Einarsson. Presturinn er búsettur í Svíþjóð en hefur reglubundna viðveru í Kaupmannahöfn.

 

Þeir sem óska eftir prestsþjónustu eða samtali er velkomið að hafa samband við Ágúst á netfangið prestur@kirkjan.dk eða í síma +45-33 18 10 56. Íslenskur sími 545 7726.Skráðu þig á póstlistann


         Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk  • kirkjan@kirkjan.dk