Jólahelgistund

Gleðilega Jólahátíð kæru landar

Jólahelgistund

Jólaguðsþjónusta íslenska safnaðarins í Danmörku hefði átt að fara fram í Esajas kirkju þann 26. desember kl. 14. Vegna aðstæðna sem við þekkjum öll fullvel þá verður hún ekki haldin.

Í staðin var tekinn upp Jólahelgistund sem er hér á heimasíðunna og á facebook á sama tíma og stundin hefði að vera á öðrum degi jóla.


Stundina leiðir sr. Sigfús Kristjánsson, um tónlist sjá Sóla Aradóttir, María Ösp Ómarsdóttir og Finnur Karlsson. Upptökumaður Lárus Frans Guðmundsson.


Söfnuðurinn óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Við hlökkum til að sjá ykkur um leið og aðstæður leyfa.


Safnaðarstarf að hausti


Við viljum vekja athygli á að safnaðarstarfið fer aðeins öðruvísi af stað í haust að sökum COVID-19 og tilmælum yfirvalda til þess að takmarka fjölda tengla. Við hlökkum mikið til að ástandið batni, og við getum átt góðar samverustundir eins og áður en þessi skaðlega veira kom til sögunnar.


Vegna þessa höfum við ákveðið að fresta því að byrja með sunnudagaskólann. Við bindum sterkar vonir við að geta hafið störf í október. Mýsla og Rebbi verða á sínum stað, Hafdís og Klemmi kíkja í heimsókn, Tófa kemur og stígur dansinn með okkur og við ætlum að syngja, dansa og hafa gaman - eins og alltaf! 


Guðsþjónustan þann 20. september er fermingarguðsþjónusta þar sem fermd verða fjögur börn. Sökum fjöldatakmarkana í kirkjunni hafa fjölskyldur fermingarbarnanna forgang. Við hlökkum mikið til að geta hafið hefðbundið helgihald á nýjan leik. Stefnt er á messu í Esajas kirkju þann 25. október kl. 14.


Upplýsingafundur um fermingarfræðslu vetrarins slapp því miður heldur ekki við veirutakmarkanir, svo við munum setja kynningu á netið, og svo er hægt að senda spurningar til okkar á facebook eða á prestur@kirkjan.dk. Í vetur munum við styðjast meira við kennslu á netinu, í bland við fræðsludaga í Jónshúsi.


Allt verður auglýst rækilega hér á síðunni, sem og á facebook síðu safnaðarins. 


Kærleikskveðja


Safnaðarnefndin


Guðsþjónustur


Verður uppfært þegar vissa um takmarkanir vegna COVID-19 skýrast.


Sunnudagaskólinn


Vegna COVID-19 forvarna bíðum við með að fara af stað með sunnudagaskólann. Við hlökkum mikið til að hefja starfið sem fyrst og munum auglýsa sunnudagaskólann hér á síðunni sem og á facebook.

 


Fermingarfræðsla


Fermingarfræðsla fer fram í gegnum netið á vorönn, þar sem að fermingarbörnin munu leysa verkefni frá sr. Sigfúsi. Skráning fyrir fermingarfræðslu haustsins er hafin. 

Skráningu og umsjón með fermingarfræðslunni í Danmörku hefur sr. Sigfús Kristjánsson prestur (Sími 33 18 10 56). Vinsamlegast sendið ósk um að fá skráningarblað á prestur@kirkjan.dk

Upplýsingar eru einnig veittar af Lárusi Guðmundssyni fararstjóra frá Kaupmannahöfn, (larus@brostu.dk, sími 22 13 18 10) og Láru L. Magnúsdóttur (laralillmag@gmail.com) fararstjóra frá Árósum.

Prestur Íslendinga


Prestur Íslendinga í Danmörku er sr. Sigfús Kristjánsson. Presturinn er búsettur í Kaupmannhöfn frá 1.8.2020 og leysir af þá þjónustu sem sr. Ágúst Einarsson hefur verið með frá Svíþjóð.

 

Þeir sem óska eftir prestsþjónustu eða samtali er velkomið að hafa samband við Sigfús á netfangið prestur@kirkjan.dk eða í síma +45-33 18 10 56. Íslenskur sími 545 7726.Skráðu þig á póstlistann