Íslenski Söfnuðurinn      í Kaupmannahöfn

 

Sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn


Séra Sigfús Kristjánsson hefur störf sem sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn þann 1. ágúst næstkomandi.

Úr frétt www.kirkjan.is: "Sr. Sigfús er fæddur í Reykjavík 1975 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 2001. Hann lauk meistaraprófi í guðfræði á sviði sálgæslufræða 2012. Þá hefur hann sótt fjölda námskeiða á sviði sálgæslufræða, áfalla- og hópslysafræða. Hann hefur verið mjög virkur í starfi skátahreyfingarinnar og starfaði að æskulýðsmálum í Seltjarnarnessókn jafnhliða námi. Hann var vígður árið 2002 til Hjallaprestakalls í Kópavogi og lét af störfum þar árið 2017. Sr. Sigfús var formaður Prestafélags Suðvesturlands 2007-2015. Hann var skipaður verkefnastjóri fræðsludeildar Biskupsstofu árið 2017 og ári síðar sviðsstjóri Fræðslu- og kærleiksþjónustusviðs Biskupsstofu."


Við hlökkum til að bjóða sr. Sigfús til starfa hjá okkur!

Skráning í fermingarfræðsluna er hafin

Skráning í fermingarfræðslu íslenskra barna í Danmörku er hafin fyrir næsta vetur.

 

Í stórum dráttum er fermingarfræðslan fjórskipt:

 

  • Fermingarbarnamót á Åh Stiftsgård í Svíþjóð að hausti og vori. Þar fer fram kennsla og börnin njóta útiveru og góðrar samveru.
  • Heimaverkefni sem fermingarbörnin leysa og senda niðurstöður í tölvupósti til prestsins.
  • Þátttaka í guðþjónustum í íslenskum og/eða í dönskum kirkjum
  • Fermingafræðslutímar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

 

Fermingarmótin á Åh stiftsgård eru mikilvægur upphafs- og lokaþáttur fermingarfræðslunnar. Þau eru haldin í október- og maímánuði. Þar gefst börnunum gott tækifæri til að kynnast og hafa kennslutíma.

 

Fermingarmót í haust verður helgina 2-4. okt. 2020.

 

Verkefnin leysa börnin með aðstoð kennslubókarinnar „CON DIOS" (þýðir: Með Guði) og Nýja testamentisins. Gídeonfélagið á Íslandi gefur börnunum Nýja testamentið.

 

Skráningu og umsjón með fermingarfræðslunni í Danmörku hefur Ágúst Einarsson prestur (Sími 33 18 10 56). Vinsamlegast sendið ósk um að fá skráningarblað á prestur@kirkjan.dk

Upplýsingar eru einnig veittar af Lárusi Guðmundssyni fararstjóra frá Kaupmannahöfn, (larus@brostu.dk, sími 22 13 18 10) og Láru L. Magnúsdóttur (laralillmag@gmail.com) fararstjóra frá Árósum.

 

Kynningarfundur um fermingarfræðsluna er ráðgerður í húsi Jóns Sigurðssonar sunnudaginn 20. september. Nánar auglýst síðar.Guðsþjónustur


Messuhaldi á vorönn hefur verið aflýst vegna COVID-19. Fermingarguðsþjónustan sem áætluð var á öðrum í hvítasunnu hefur verið færð til 20. september næstkomandi. Nánari upplýsingar koma er nær dregur.

 

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn hefur störf aftur í september og verður á sínum stað annan hvern sunnudag kl. 11:15 í Jónshúsi.

 

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla fer fram í gegnum netið á vorönn, þar sem að fermingarbörnin munu leysa verkefni frá sr. Ágústi. Skráning fyrir fermingarfræðslu haustsins er hafin. 

Skráningu og umsjón með fermingarfræðslunni í Danmörku hefur Ágúst Einarsson prestur (Sími 33 18 10 56). Vinsamlegast sendið ósk um að fá skráningarblað á prestur@kirkjan.dk

Upplýsingar eru einnig veittar af Lárusi Guðmundssyni fararstjóra frá Kaupmannahöfn, (larus@brostu.dk, sími 22 13 18 10) og Láru L. Magnúsdóttur (laralillmag@gmail.com) fararstjóra frá Árósum.

Prestur Íslendinga


Prestur Íslendinga í Danmörku er sr. Ágúst Einarsson. Presturinn er búsettur í Svíþjóð en hefur reglubundna viðveru í Kaupmannahöfn.

 

Þeir sem óska eftir prestsþjónustu eða samtali er velkomið að hafa samband við Ágúst á netfangið prestur@kirkjan.dk eða í síma +45-33 18 10 56. Íslenskur sími 545 7726.Skráðu þig á póstlistann


         Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk  • kirkjan@kirkjan.dk