Fundarboð á aðalfund


Aðalfundur íslenska safnaðarins í Danmörku verður haldinn í Jónshúsi þriðjudaginn 26. október kl. 18.

 

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara  
  2. Skýrslur formanns og prests um liðið starfsár  
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 
  4. Drög að fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram til umræðu 
  5. Lagabreytingar 
  6. Kosning safnaðarnefndar sbr. §5 laga safnaðarins 
  7. Kosning eins skoðunarmanns og eins til vara 
  8. Önnur mál Okkur vantar nýja meðlimi í nefndina (meðstjórnendur), áhugasamir sendi skilaboð á kirkjan@kirkjan.dk

Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast skemmtilegu og fjölbreyttu starfi kirkjunnar í Danmörku sem og samstarfinu við íslensku söfnuðina í Svíþjóð og Noregi.

Fundir eru mánaðarlega yfir vetrartímann, ýmist í Jónshúsi eða online, endilega hafið samband og heyrið meira.

 

fh safnaðarnefndarinnar,

Vera Guðmundsdóttir, formaður


Guðsþjónustur


Íslensk guðsþjónusta verður sunnudaginn 26. september kl. 13 í Esajas kirkju. Prestur er sr. Sigfús Kristjánsson, Kjartan Jósefsson Ognibene leikur á orgel og félagar úr kammerkórnum Stöku sjá um söng. Að guðsþjónustu lokinni verður messukaffi í Jónshúsi í umsjón Stöku.

Verið velkomin!


Krakkakirkjan


Laugardaginn 25. september verða Sóla og Sigfús með krakkakirkjuna í Jónshúsi kl. 11. Það verður sungið, dansað, hlustað á sögu og fleira skemmtilegt brallað.

Allir hjartanlega velkomnir!


Fermingarfræðsla


Skráning fyrir fermingarfræðslu vetrarins er hafin. 

Skráningu og umsjón með fermingarfræðslunni í Danmörku hefur sr. Sigfús Kristjánsson prestur (Sími 33 18 10 56). Vinsamlegast sendið ósk um að fá skráningarblað á prestur@kirkjan.dk

Upplýsingar eru einnig veittar af Lárusi Guðmundssyni fararstjóra frá Kaupmannahöfn, (larus@brostu.dk, sími 22 13 18 10) og Láru L. Magnúsdóttur (laralillmag@gmail.com) fararstjóra frá Árósum.

Prestur Íslendinga


Prestur Íslendinga í Danmörku er sr. Sigfús Kristjánsson. Presturinn er búsettur í Kaupmannhöfn frá 1.8.2020 og leysir af þá þjónustu sem sr. Ágúst Einarsson hefur verið með frá Svíþjóð.

 

Þeir sem óska eftir prestsþjónustu eða samtali er velkomið að hafa samband við Sigfús á netfangið prestur@kirkjan.dk eða í síma +45-33 18 10 56. Íslenskur sími 545 7726.