Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Sunnudagaskólinn

Í sunnudagaskólanum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem hentar börnum á öllum aldri.

Við munum syngja mikið, læra um Jesú, kynnast Hafdísi og Klemma og ekki má gleyma minnisversinu í fjársjóðskistunni.

Eftir stundirnar er boðið upp á kaffi, djús og kex og krakkarnir fá myndir til að lita og límmiða og það gefst gott tækifæri til að spjalla og kynnast. Þeir sem vilja mega mjög gjarnan koma með eitthvað með kaffinu :)

Samverustundir á haustmisseri 2018 eru:

 

Sun. 16. sept. kl. 11.15 í Jónshúsi

Sun. 30. sept. kl. 11.15 í Jónshúsi

Sun. 14. okt. kl. 11.15 í Jónshúsi

Sun. 28. okt. kl. 11.15 í Jónshúsi

Sun. 11. nóv. kl. 11.15 í Jónshúsi

Sun. 25. nóv. kl. 11.15 í Jónshúsi

Sun. 16. des. kl. 11.15 í Jónshúsi

 

 

Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst: sunnudagaskoli@kirkjan.dk.

Vel hefur verið mætt hingað til og vonum við að svo verði áfram.

 

 

 

 

Kæru börn og foreldrar.

Næsta samverustund verður sunnudaginn 11. nóvember klukkan 11:15.

 

Í sunnudagaskólanum er margt skemmtilegt um að vera, fyrir börn á öllum aldri: Við syngjum saman, heyrum sögur, förum í leiki, fáum Rebba og Mýslu í heimsókn, eða fylgjumst með hvað er um að vera hjá Hafdísi og Klemma, Nebba Nú, jú eða henni Tófu.

 

Eftir hverja samveru er boðið upp á kaffihressingu, svo að fullorðna fólkið geti spjallað á meðan börnin lita og leika sér.

 

Sunnudagaskólinn er haldinn í húsi Jóns Sigurðssonar, Øster Voldgade 12, 1350 København K.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Kærleikskveðja

 

Sóla, Ragga og Katrín

 

Næstu sunnudagaskólar eru:

25. nóvember 2018 kl. 11:15

16. desember 2018 kl. 11:15

 

Hafðu samband við Sunnudagaskólann

 

Ef þið hafið spurningar má senda tölvupóst á: sunnudagaskoli@kirkjan.dk

Við hlökkum til að sjá ykkur,

 

Ásta Birna, Katrín, Sólveig og Ágúst

 

Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk • kirkjan@kirkjan.dk