Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Vinafélagið

Stofnað hefur verið „Vinafélag íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn“. Markmið félagsins er að styrkja fjárhagslega stöðu safnaðarins og efla þannig starfsemi hans. Söfnuðinum er mjög þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega og takmarkar það starfið sem fram fer. Stærstu útgjaldaliðir safnaðarins eru vegna messuhalds, sunnudagaskólans og síðast en ekki síst fermingarfræðslunnar sem er mikilvægur þáttur í starfinu.

Þeir fjármunir sem söfnuðurinn hefur til rástöfunnar kemur frá kirkjunni á Íslandi. Sá styrkur dugar því miður ekki fyrir því starfi sem við höfum reynt að halda uppi. Þrátt fyrir eindreginn vilja og áhuga er við núverandi aðstæður enginn möguleiki á að efla starfið og tæpast hægt að halda í horfinu

Það er ósk safnaðarnefndarinnar að hægt verði að halda fleiri guðsþjónustur og efla frekar fermingarstarfið og starf sunnudagaskólans.

Safnaðarnefndin hefur lagt mikla vinnu í að finna fjáröflunarleiðir fyrir söfnuðinn. Kannað hefur verið hvort kirkjuskattur sem Íslendingar greiða í Danmörku gæti runnið til íslenska safnaðarins. Því miður er sá möguleiki ekki fyrir hendi. Í Noregi hefur þetta verið hægt í mörg ár og styrkt fjárhagslega stöðu norska safnaðarins mikið. Hér í Danmörku þurfum við að standa á eigin fótum. Sú hugmynd kom upp að stofna Vinafélagið svo þeim sem annt er um starfsemi safnaðarins gefist kostur á að styrkja starfið á einfaldan hátt. Slíkt er hægt annað hvort með einstaka framlagi eða reglulegu mánaðarlegu framlagi.

 

Kæru börn og foreldrar.

Næsta samverustund verður sunnudaginn 11. nóvember klukkan 11:15.

 

Í sunnudagaskólanum er margt skemmtilegt um að vera, fyrir börn á öllum aldri: Við syngjum saman, heyrum sögur, förum í leiki, fáum Rebba og Mýslu í heimsókn, eða fylgjumst með hvað er um að vera hjá Hafdísi og Klemma, Nebba Nú, jú eða henni Tófu.

 

Eftir hverja samveru er boðið upp á kaffihressingu, svo að fullorðna fólkið geti spjallað á meðan börnin lita og leika sér.

 

Sunnudagaskólinn er haldinn í húsi Jóns Sigurðssonar, Øster Voldgade 12, 1350 København K.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Kærleikskveðja

 

Sóla, Ragga og Katrín

 

Næstu sunnudagaskólar eru:

25. nóvember 2018 kl. 11:15

16. desember 2018 kl. 11:15

 

Margt smátt gerir eitt stórt

Eins og alltaf er gott að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt. Saman getum við staðið að öflugu og gefandi starfi innan safnaðarins.

Hér fyrir neðan má finna reikningsnúmer safnarins þar sem leggja má inn:

Danskur reikningur:

reg 2102 0758 478 173,

Nordea Kongens Nytorv.

 

Íslenskur reikningur:

0334 26 006663 kt.630798 2219,

Arion banki.

 

Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk • kirkjan@kirkjan.dk