Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Safnaðarnefnd

Safnaðarnefnd er kosin á aðalfundi safnaðarins á ári hverju. Í núverandi safnaðarnefnd eru eftirfarandi og hafa skipt með sér verkum:

  • Vera Guðmundsdóttir, formaður, formadur hjá kirkjan.dk
  • Lárus F. Guðmundsson, varaformaður, varaformadur hjá kirkjan.dk
  • Borgþór Arngrímsson, gjaldkeri, gjaldkeri hjá kirkjan.dk
  • Vala Ólafsdóttir, ritari, ritari hjá kirkjan.dk
  • Katrín Ósk Einarsdóttir, meðstjórnandi, meðstjornendur hjá kirkjan.dk
  • Sólveig Anna Aradóttir, meðstjórnandi, meðstjornendur hjá kirkjan.dk
  • Ragnheiður B. Gelting, meðstjórnandi, meðstjornendur hjá kirkjan.dk

 

Við fögnum því ef einhver vill vera með okkur að halda utan um starfið með okkur og því hvetjum þig til að hafa samband.

Safnaðarnefndin hittist í Jónshúsi einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina

Hægt er að hafa samband við einstaka nefndarmenn eða nefndina með pósti á netfangið kirkjan hjá kirkjan.dk

 

 

Kæru börn og foreldrar.

Næsta samverustund verður sunnudaginn 11. nóvember klukkan 11:15.

 

Í sunnudagaskólanum er margt skemmtilegt um að vera, fyrir börn á öllum aldri: Við syngjum saman, heyrum sögur, förum í leiki, fáum Rebba og Mýslu í heimsókn, eða fylgjumst með hvað er um að vera hjá Hafdísi og Klemma, Nebba Nú, jú eða henni Tófu.

 

Eftir hverja samveru er boðið upp á kaffihressingu, svo að fullorðna fólkið geti spjallað á meðan börnin lita og leika sér.

 

Sunnudagaskólinn er haldinn í húsi Jóns Sigurðssonar, Øster Voldgade 12, 1350 København K.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Kærleikskveðja

 

Sóla, Ragga og Katrín

 

Næstu sunnudagaskólar eru:

25. nóvember 2018 kl. 11:15

16. desember 2018 kl. 11:15

 

Samstarf

Íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn er í samstarfi við íslensku söfnuðina í Noregi og Svíþjóð. Söfnuðurnir sjá sameiginlega um fermingarundirbúning, halda námskeið fyrir þá sem annast barnastarf og hjálpast að eins og hægt er.

 

Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk • kirkjan@kirkjan.dk