Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Guðsþjónustur

 

Á vormisseri 2018 verða eftirfarandi guðsþjónustur í Sankti Pálskirkju:

Sun. 28 jan. kl. 14 Guðsþjónusta

Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur/ Staka með messukaffi

Sun. 4. mars kl. 14 Fjölskylduguðsþjónusta

Kammerkórinn Staka syngur og Barnakórinn í Kaupmannahöfn/ Kvennakórinn með messukaffi             

Mán. 2. apríl kl. 14 Hátíðarguðsþjónusta annan páskadag

Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur, barn borið til skírnar/ Kammerkórinn Staka með kirkjukaffi

Mán 21 maí kl. 14 Hátíðarguðsþjónusta annan hvítasunnudag

Kammerkórinn Staka syngur, ferming í guðsþjónustunni / Kvennakórinn með messukaffi    

 

*Prestur er sr. Ágúst Einarsson. Organisti: Sólveig Anna Aradóttir. Kórar: Kammerkórinn Staka, kórstjóri: Stefán Arason og Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn, kórstjóri: Sigríður Eyþórsdóttir

Kirkjan er staðsett á: Sankt Pauls Plads, Gernersgade 33, 1319 København,

og er í göngufæri við Jónshús í Kaupmannahöfn.

Það er velkomið að hafa skírn í guðsþjónustunum en einnig má óska eftir sérathöfnum.

 

Við hvetjum Íslendinga í Danmörku til að taka þátt.

 

 

Aðrir starfsþættir íslenska safnaðarins

Íslensk börn búsett í Danmörku eiga kost á að taka þátt í Sunnudagskólanum. Viltu nánari upplýsingar? Endilega hafðu samband: sunnudagaskoli@kirkjan.dk

Íslendingar í Danmörku eiga kost á hjónavígslu og skírn, framkvæmd af íslenskum presti.

Fyrirspurnir eru velkomnar: prestur@kirkjan.dk

Hefurðu þörf fyrir að tala við prest? Þér stendur almenn prestþjónusta til boða.

Hafðu samband: prestur@kirkjan.dk

Sími: 33 18 10 56

Íslenski presturinn

Ágúst Einarsson er prestur Íslendinga í Danmörku ásamt því að vera prestur Íslendinga í Svíþjóð og hafa það hlutverk að aðstoða sjúklinga sem koma til Sahlgrenska sjúkrahússins á vegum Sjúkratrygginga Íslands.

Ágúst er búsettur í Gautaborg og kemur að jafnaði fjórum sinnum í mánuði til Kaupmannahafnar til að sinna helgihaldi, fræðslu og samtölum.

Íslendingum í Danmörku er velkomið að hafa samband við hann, netfangið er prestur@kirkjan.dk og sími 33 18 10 56. Íslenskur sími: 545 7726

 

 

 

 

 

Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk • kirkjan@kirkjan.dk