Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla íslenskra barna í Danmörku fer fram í samstarfi við íslensku söfnuðina á Norðurlöndum. Íslensku prestarnir í Danmörku/Svíþjóð og Noregi annast fræðsluna ásamt aðstoðarfólki.

Fermingarfræðslan er fjórskipt:

  • Fermingarbarnamót á Åh Stiftsgård í Svíþjóð að hausti og vori. Þar fer fram kennsla og börnin njóta útiveru og góðrar samveru.
  • Heimaverkefni sem fermingarbörnin leysa og senda niðurstöður í tölvupósti til viðkomandi prests.
  • Þátttaka í guðþjónustum í íslenskum og/eða í dönskum kirkjum
  • Fermingafræðslutímar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

Fermingarmótin á Åh stiftsgård eru mikilvægur upphafs- og lokaþáttur fermingarfræðslunnar. Þau eru haldin í október- og maímánuði. Þar gefst börnunum gott tækifæri til að kynnast hvert öðru og kennslutímar hafðir með öllum hópnum.

Fermingarmót var helgina 7-9. okt. 2016 og verður seinna mótið 5-7. maí 2017. Nauðsynlegt er að taka frí á föstudeginum þar sem farið er snemma að morgni.

Verkefnin leysa börnin með aðstoð kennslubókarinnar „CON DIOS" (þýðir: Með Guði) og Nýja testamentisins. Gídeonfélagið á Íslandi hefur gefið börnunum Nýja testamentið.

Skráning og umsjón með fermingarfræðslunni í Danmörku hafa Ágúst Einarsson prestur(prestur@kirkjan.dk eða í síma 33 18 10 56) og Lárus Guðmundsson (larus@brostu.dk eða í síma 22 13 18 10)

Ef þú hefur flutt til Danmerkur eða misstir af haustferðinni af einhverjum ástæðum þá endilega að hafa samband og vertu með.

Dagsetningar fyrir fermingarfræðsluferðir til Åh Stiftsgård eru eftirfarandi:

Árið 2016/2017: 7-9. okt. 2016 og 5-7. maí 2017

Árið 2017/2018: 6-8. okt. 2017 og 4-6. maí 2018

Árið 2018/2019: 12-14. okt. 2018 og (vorið kemur síðar)

 

Myndir frá starfi

 

Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2017 • www.kirkjan.dk • kirkjan@kirkjan.dk