Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla íslenskra barna í Danmörku fer fram í samstarfi við íslenska söfnuðinn í Svíþjóð. Íslenski presturinn í Danmörku/Svíþjóð annast fræðsluna ásamt aðstoðarfólki.

Fermingarfræðslan er fjórskipt:

  • Fermingarbarnamót á Åh Stiftsgård í Svíþjóð að hausti og vori. Þar fer fram kennsla og börnin njóta útiveru og góðrar samveru.
  • Heimaverkefni sem fermingarbörnin leysa og senda niðurstöður í tölvupósti til prestsins.
  • Þátttaka í guðþjónustum í íslenskum og/eða í dönskum kirkjum
  • Fermingafræðslutímar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

Fermingarmótin á Åh stiftsgård eru mikilvægur upphafs- og lokaþáttur fermingarfræðslunnar. Þau eru haldin í október- og maímánuði. Þar gefst börnunum gott tækifæri til að kynnast og hafa kennslutíma.

Fermingarmót verður helgina 6-8. okt. 2017 og seinna mótið 4-6. maí 2018. Nauðsynlegt er að taka frí á föstudeginum þar sem farið er snemma að morgni.

Verkefnin leysa börnin með aðstoð kennslubókarinnar „CON DIOS" (þýðir: Með Guði) og Nýja testamentisins. Gídeonfélagið á Íslandi hefur gefið börnunum Nýja testamentið.

Skráningu og umsjón með fermingarfræðslunni í Danmörku hefur Ágúst Einarsson prestur (prestur@kirkjan.dk eða í síma 33 18 10 56). Upplýsingar veitir einnig Lárus Guðmundsson fararstjóri hópsins frá Danmörku (larus@brostu.dk eða í síma 22 13 18 10).

Dagsetningar fyrir fermingarfræðsluferðir til Åh Stiftsgård eru eftirfarandi:

Árið 2017/2018: 6-8. okt. 2017 og 4-6. maí 2018

Árið 2018/2019: 12-14. okt. 2018 og (vorið augl. síðar)

 

Myndir frá starfi

 

Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk • kirkjan@kirkjan.dk