Íslenski Söfnuðurinn      í Kaupmannahöfn

 

Aðventuhátíð íslenska safnaðarins


Kæru vinir,

Senn líður að jólum og því ekki seinna vegna að merkja aðventuhátíð safnaðarins í dagatalið.

Aðventuhátíð safnaðarins verður haldin hátíðleg á öðrum sunnudegi í aðventu, þann 8. desember kl. 14:00 í Skt. Pauls kirkju. Kirkjan er á Gernersgade 33, 1319 København.

Barnakórinn í Kaupmannahöfn syngur og flytur helgileik. Hafnarbræður syngja undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur, sem einnig er stjórnandi barnakórsins. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur heimsækir okkur og flytur hugleiðingu.

Prestur er sr. Ágúst Einarsson og orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir.

Að helgistund lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði í Húsi Jóns Sigurðssonar.


Guðsþjónustur

 

Aðventuhátíð

Sunnudaginn 8. desember kl. 14 verður aðventuhátíð safnaðarins haldin hátíðleg í Skt. Pauls kirkju. Barnakórinn í Kaupmannahöfn og Hafnarbræður munu koma fram undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur, sem einnig sér um orgelleik. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur, kemur í heimsókn og flytur hugleiðingu og prestur er sr. Ágúst Einarsson.


Verið velkomin!

 

Sunnudagaskólinn

Við ætlum að hittast hress og kát þann 10. nóvember kl. 11:15 í Jónshúsi.

 

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðlutímar eru í Jónshúsi annan hvern þriðjudag kl. 16:30-17:50. Næstu skipti verða 5. nóvember, 19. nóvember og 3. desember.

Prestur Íslendinga


Prestur Íslendinga í Danmörku er sr. Ágúst Einarsson. Presturinn er búsettur í Svíþjóð en hefur reglubundna viðveru í Kaupmannahöfn.

 

Þeir sem óska eftir prestsþjónustu eða samtali er velkomið að hafa samband við Ágúst á netfangið prestur@kirkjan.dk eða í síma +45-33 18 10 56. Íslenskur sími 545 7726.Skráðu þig á póstlistann


         Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk  • kirkjan@kirkjan.dk