Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Guðsþjónusta

í Skt Pauls kirkju

Íslensk guðsþjónusta verður sunnudaginn 21. október kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju.

 

Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur, stjórnandi: María Ösp Ómarsdóttir.

Orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir.

 

Barn borið til skírnar.

 

María Ösp Ómarsdóttir leikur á þverflautu og Finnur Karlsson á píanó.

 

Prestur er sr. Ágúst Einarsson.

 

Kirkjukaffi í Húsi Jóns Sigurðssonar í umsjón Kvennakórins í Kaupmannahöfn.

 

Verið velkomin!

 

Sunnudagaskólinn

Kæru börn og foreldrar.

Fjórða samverustund haustsins verður sunnudaginn 28. október klukkan 11:15.

Við munum syngja saman, fara í leiki, hlusta á sögu, fræðast og hafa gaman. Í dag verður þemað okkar umhverfið.

Eftir hverja samveru er boðið upp á kaffihressingu, svo að fullorðna fólkið geti spjallað á meðan börnin lita og leika sér.

 

Sunnudagaskólinn er haldinn í húsi Jóns Sigurðssonar, Øster Voldgade 12, 1350 København K.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Kærleikskveðja

 

Sóla, Ragga og Katrín

 

Næstu sunnudagaskólar eru:

11. nóvember 2018 kl. 11:15

25. nóvember 2018 jólaföndurstund á bókasafninu í samstarfi við jólamarkaðinn

16. desember 2018 kl. 11:15

 

Guðsþjónusta

í Skt Pauls kirkju

 

Íslensk guðsþjónusta verður sunnudaginn 21. október kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju. Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur. Stjórnandi María Ösp Ómarsdóttir. Orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir. Barn borið til skírnar. María Ösp Ómarsdóttir leikur á þverflautu og Finnur Karlsson á píanó. Prestur er sr. Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi í Húsi Jóns Sigurðssonar í umsjón Kvennakórins í Kaupmannahöfn.

Verið velkomin!

 

Meira um guðsþjónustur safnaðarins.

 

Sunnudagaskólinn

Næsta samvera verður sun. 28. okt. kl. 11.15 (athugið tímasetningu) í Húsi Jóns Sigurðssonar.

Verið velkomin!

Fermingarfræðsla

Næsti fermingarfræðslutími er í Jónshúsi sunnudaginn 21 okt. kl. 11.45. Þá er guðsþjónusta sama dag kl. 14.00.

 

Fermingarmót var á ÅH stiftsgård í Svíþjóð helgina 12. til 14. október. ´

Prestur Íslendinga

 

Prestur Íslendinga í Danmörku er sr. Ágúst Einarsson. Presturinn er búsettur í Svíþjóð en hefur reglubundna viðveru í Kaupmannahöfn.

Þeir sem óska eftir prestsþjónustu eða samtali er velkomið að hafa samband við Ágúst á netfangið prestur@kirkjan.dk eða í síma +45-33 18 10 56. Íslenskur sími 545 7726.

 

 

Skráðu þig á póstlistann

 

Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk • kirkjan@kirkjan.dk