Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins

 

Kæru börn og foreldrar.

 

Sunnudagaskólinn verður með fyrstu samverustund vetrarins þann 16. september klukkan 11:15.

 

Í sunnudagaskólanum er margt skemmtilegt um að vera, fyrir börn á öllum aldri: Við syngjum saman, heyrum sögur, förum í leiki, fáum Rebba og Mýslu í heimsókn, eða fylgjumst með hvað er um að vera hjá Hafdísi og Klemma, Nebba Nú, jú eða henni Tófu.

 

Eftir hverja samveru er boðið upp á kaffihressingu, svo að fullorðna fólkið geti spjallað á meðan börnin lita og leika sér.

 

Sunnudagaskólinn er haldinn í húsi Jóns Sigurðssonar, Øster Voldgade 12, 1350 København K.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Kærleikskveðja

 

PS. Sunnudagaskólinn verður í Jónshúsi annan hvern sunnudag í vetur. Vinsamlegast athugið, að þetta er ný tímasetning.

 

Nánari upplýsingar um safnaðarstarfið í Danmörku má finna á www.kirkjan.dk og einnig er hægt að finna okkur á facebook: Íslenski Söfnuðurinn í Danmörku.

Fermingarfræðsla

 

 

Þú getur skoðað myndband frá síðustu árum á Facebook síðu okkar hér.

 

Skráning er hjá prestinum okkar, sr. Ágústi, í netfangið prestur@kirkjan.dk eða síma 3318 1056

 

Farastjórar frá Danmörku eru Lárus (larus@brostu.dk / sími 22131810) og Lára (laralillmag@gmail.com).

 

Athygli skal vakin að þeir sem búa lengra frá Kaupmannahöfn eru sérstaklega velkomnir þar sem fræðslan fer fram með helgarferðum (2x) og Skype ef þú kemst ekki í Jónshús einu sinni í mánuði.

 

Kærar kveðjur,

Ágúst, Lára og Lárus

 

 

 

 

Guðsþjónustur

í Skt Pauls kirkju

 

Fyrsta guðsþjónusta haustsins verður sunnudaginn 16. september kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju. Félagar úr Kammerkórnum Stöku syngja. Orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir. Prestur er sr. Ágúst Einarsson sem þjónar fyrir altari og predikar. Kirkjukaffi í Húsi Jóns Sigurðssonar í umsjón félaga úr Kammerkórnum Stöku.

Verið velkomin!

Meira um guðsþjónustur safnaðarins.

Aðalfundur kirkjustarfsins verður í Húsi Jóns Sigurðssonar þriðjudaginn 2. október kl. 18. Venjuleg aðalfundarstörf. Verið velkomin.

Sunnudagaskólinn

Fyrsta samvera haustsins verður sun. 16. sept. kl. 11.15 (athugið breyttan tíma) í Húsi Jóns Sigurðssonar.

Verið velkomin!

Fermingarfræðsla

Innritun í fermingarfræðslu næsta vetur stendur yfir. Vinsamlegast sendið póst á prestur@kirkjan.dk og óskið eftir skráningarblaði.

Kynningarfundur um fermingarfræðsluna verður í Húsi Jóns Sigurðssonar þriðjudaginn 11. september kl. 18. Tilvonandi fermingarbörn og foreldrar velkomin!

Fermingarmót verður á ÅH stiftsgård í Svíþjóð helgina 12. til 14. október. ´

Prestur Íslendinga

 

Prestur Íslendinga í Danmörku er sr. Ágúst Einarsson. Presturinn er búsettur í Svíþjóð en hefur reglubundna viðveru í Kaupmannahöfn.

Þeir sem óska eftir prestsþjónustu eða samtali er velkomið að hafa samband við Ágúst á netfangið prestur@kirkjan.dk eða í síma +45-33 18 10 56. Íslenskur sími 545 7726.

 

 

Skráðu þig á póstlistann

 

Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk • kirkjan@kirkjan.dk