Íslenski Söfnuðurinn      í Kaupmannahöfn

 

Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta kirkna á Norðurlöndum

🇩🇰 🇸🇪 🇬🇱 🇫🇮 🇮🇸 🇳🇴 🇫🇴


verður í Gustafskirkjunni, sænsku kirkjunni í Kaupmannahöfn, Folke Bernadottes Allé 4, 2100 København Ø - í göngufæri við Østerport, sunnudaginn 27. október kl. 16. Þema guðsþjónustunnar er ”Hvar finn ég mig heima?”


Að guðsþjónustu lokinni ræða kirkjugestir þema guðsþjónustunnar, "hvar finn ég mig heima?" yfir kaffibolla og norrænu meðlæti, m.a. íslenskum kleinum og pönnukökum. Samverunni líkur á færeyskum hringdansi/keðjudansi undir stjórn og söng Borgnyjar, presti færeyska safnaðarins.


Nánari upplýsingar má sjá á:  https://www.facebook.com/events/1529488747214213/


Verið velkomin!


Samnorræn guðsþjónusta

 

Guðsþjónusta þann 27. október kl. 16 í Gustafskirkju - Folke Bernadottes Allé 4

 

Sunnudaginn 27. október verður samnorræn guðsþjónusta í sænsku kirkjunni með þemað "Hvar finn ég mig heima?". Að guðsþjónustu lokinni munu kirkjugestir ræða þemað yfir kaffibolla og norrænu meðlæti og stiginn verður færeyskur hringdans.


Verið velkomin!

 

Sunnudagaskólinn

Við ætlum að hittast hress og kát þann 27. október kl. 11:15 í Jónshúsi.

 

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslumót verður helgina 4.-6. október í Åh Stiftsgård í Svíþjóð.

Prestur Íslendinga


Prestur Íslendinga í Danmörku er sr. Ágúst Einarsson. Presturinn er búsettur í Svíþjóð en hefur reglubundna viðveru í Kaupmannahöfn.

 

Þeir sem óska eftir prestsþjónustu eða samtali er velkomið að hafa samband við Ágúst á netfangið prestur@kirkjan.dk eða í síma +45-33 18 10 56. Íslenskur sími 545 7726.Skráðu þig á póstlistann


         Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk  • kirkjan@kirkjan.dk