Íslenski Söfnuðurinn      í Kaupmannahöfn

 

 

 

 

 

 

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað sunnudaginn 17. febrúar klukkan 11:15.

 

Við ætlum að venju að syngja, dansa, fræðast og hafa gaman saman. Rebbi og Mýsla verða eitthvað að bardúsa og við eigum von á fleiri góðum gestum!

 

Eftir stundina verður boðið upp á smá hressingu, kaffi og saft. Foreldrar hafa færi á að spjalla saman á meðan börnin lita og leika sér.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Sóla, Katrín og Ragga


Guðsþjónusta


í Skt. Pauls kirkju


 

Fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 10. mars kl. 14 í Skt. Pauls kirkju.

 

Guðsþjónustuformið er miðað við yngri þátttakendur og jafnframt þannig að allir njóti.

 

Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur.  Stjórnandi: María Ösp Ómarsdóttir

 

Barnakórinn í Kaupmannahöfn syngur. Kórstjórn og orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir

 

Prestur er sr. Ágúst Einarsson.

 

Messukaffi í Húsi Jóns Sigurðssonar eftir guðsþjónustu í umsjón Kvennakórsins í Kaupmannahöfn.

 

Verið velkomin!

 

Sunnudagaskólinn


Næsta samvera verður sun. 17. feb. kl. 11.15 í Húsi Jóns Sigurðssonar. Verið velkomin!

 

Fermingarfræðsla


10. mars er fermingarfræðslutími á bókasafninu í Jónshúsi kl. 11:45-13.

 

Fermingarmót verður á ÅH stiftsgård í Svíþjóð helgina 10. til 12. maí 2019. 

Prestur ÍslendingaPrestur Íslendinga í Danmörku er sr. Ágúst Einarsson. Presturinn er búsettur í Svíþjóð en hefur reglubundna viðveru í Kaupmannahöfn.

 

Þeir sem óska eftir prestsþjónustu eða samtali er velkomið að hafa samband við Ágúst á netfangið prestur@kirkjan.dk eða í síma +45-33 18 10 56. Íslenskur sími 545 7726.Skráðu þig á póstlistann         Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk  • kirkjan@kirkjan.dk