Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Kammerkór Bústaðakirkju

í heimsókn þann 17.júní

Íslensk hátíðarguðsþjónusta verður þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju.

Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja.

Orgel og píanóleik annast Jónas Þórir.

Prestur sr. Pálmi Matthíasson sem þjónar fyrir altari og predikar.

Eftir messuna býður kórinn upp á stutta tónleika og þar munu félagar úr kórnum líka syngja einsöng. Við endum svo stundina með almennum söng og syngjum saman nokkur ættjarðarlög í tilefni dagsins.

Verið velkomin!

Guðsþjónustur

í Skt Pauls kirkju

 

Fyrsta guðsþjónusta haustsins verður sunnudaginn 16. september kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju. Félagar úr Kammerkórnum Stöku syngja. Stjórnandi kórs er María Ösp Ómarsdóttir. Orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir. Prestur er sr. Ágúst Einarsson sem þjónar fyrir altari og predikar. Kirkjukaffi í Húsi Jóns Sigurðssonar í umsjón félaga úr Kammerkórnum Stöku.

Verið velkomin!

Meira um guðsþjónustur safnaðarins.

Aðalfundur kirkjustarfsins verður í Húsi Jóns Sigurðssonar í október n. k. Nánar auglýst síðar.

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er kominn í sumarhlé en fyrsta samvera í haust verður sun. 16. sept. kl. 11.15 (athugið breyttan tíma) í Húsi Jóns Sigurðssonar. Athugið breyttan tíma.

Verið velkomin!

Fermingarfræðsla

Innritun í fermingarfræðslu næsta vetur stendur yfir. Vinsamlegast sendið póst á prestur@kirkjan.dk og óskið eftir skráningarblaði.

Kynningarfundur um fermingarfræðsluna verður í Húsi Jóns Sigurðssonar í september. Nánar auglýst síðar.

Fermingarfræðslan hefst með fermingarmóti sem verður á ÅH stiftsgård í Svíþjóð helgina 12. til 14. október. ´

Prestur Íslendinga

 

Prestur Íslendinga í Danmörku er sr. Ágúst Einarsson. Presturinn er búsettur í Svíþjóð en hefur reglubundna viðveru í Kaupmannahöfn.

Þeir sem óska eftir prestsþjónustu eða samtali er velkomið að hafa samband við Ágúst á netfangið prestur@kirkjan.dk eða í síma +45-33 18 10 56. Íslenskur sími 545 7726.

 

 

Skráðu þig á póstlistann

 

Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk • kirkjan@kirkjan.dk