Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Hátíðarguðsþjónusta

í Skt Pauls kirkju

 

Íslensk hátíðarguðsþjónusta verður þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja. Orgel og píanóleik annast Jónas Þórir. Prestur sr. Pálmi Matthíasson sem þjónar fyrir altari og predikar. Eftir messuna býður kórinn upp á stutta tónleika og þar munu félagar úr kórnum líka syngja einsöng. Við endum svo stundina með almennum söng og syngjum saman nokkur ættjarðarlög í tilefni dagsins.

Verið velkomin!

Meira um guðsþjónustur safnaðarins.

Sunnudagaskólinn í Jónshúsi

Sunnudagaskólinn er kominn í sumarhlé en fyrsta samvera í haust verður sun. 16. sept. kl. 11.15 í Húsi Jóns Sigurðssonar. Athugið breyttan tíma.

Verið velkomin!

Fermingarfræðsla

Innritun í fermingarfræðslu næsta vetur stendur yfir. Vinsamlegast sendið póst á prestur@kirkjan.dk og óskið eftir skráningarblaði.

 

Kynningarfundur um fermingarfræðsluna verður í Húsi Jóns Siguirðssonar sunnudaginn 23. sept. kl. 12.00.

 

Fermingarfræðslan hefst með fermingarmóti sem verður á ÅH stiftsgård í Svíþjóð helgina 12. til 14. október. ´

Prestur Íslendinga

 

Prestur Íslendinga í Danmörku er sr. Ágúst Einarsson. Presturinn er búsettur í Svíþjóð en hefur reglubundna viðveru í Kaupmannahöfn.

Þeir sem óska eftir prestsþjónustu eða samtali er velkomið að hafa samband við Ágúst á netfangið prestur@kirkjan.dk eða í síma +45-33 18 10 56. Íslenskur sími 545 7726.

 

 

Skráðu þig á póstlistann

 

Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn © 2018 • www.kirkjan.dk • kirkjan@kirkjan.dk